Tómlegt í Bláa lóninu

Þessa dagana er tómlegt um að litast í Bláa lóninu en það var tæmt í byrjun síðustu viku vegna stækkunar. Stefnt er að því að opna það aftur fyrir gestum 22. janúar en þá verður búið að stækka lónið um 2.000 fermetra en auk þess er verið að bæta við kísilbar og nuddaðstöðu.

Þá er einnig unnið hörðum höndum við að fjölga hótelherbergjum úr 35 í 95 og verða þau tekin í notkun á næsta ári, á sama tíma verður nýtt upplifunarrými í lóninu tekið í notkun þar sem háir hraunklettar umlykja lónið. Dagný Hrönn Pétursdóttir framkvæmdastjóri segir að þar eigi að bjóða gestum upp á ævintýralega og einstaka upplifun.

Þegar lónið verður opnað á ný síðar í mánuðinum hækkar aðgangseyrir um 5 evrur eða u.þ.b. 700 krónur. mbl.is kom við í lóninu fyrir helgi og kynnti sér breytingarnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka