Tómlegt í Bláa lóninu

00:00
00:00

Þessa dag­ana er tóm­legt um að lit­ast í Bláa lón­inu en það var tæmt í byrj­un síðustu viku vegna stækk­un­ar. Stefnt er að því að opna það aft­ur fyr­ir gest­um 22. janú­ar en þá verður búið að stækka lónið um 2.000 fer­metra en auk þess er verið að bæta við kís­il­b­ar og nuddaðstöðu.

Þá er einnig unnið hörðum hönd­um við að fjölga hót­el­her­bergj­um úr 35 í 95 og verða þau tek­in í notk­un á næsta ári, á sama tíma verður nýtt upp­lif­un­ar­rými í lón­inu tekið í notk­un þar sem háir hraunklett­ar um­lykja lónið. Dagný Hrönn Pét­urs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri seg­ir að þar eigi að bjóða gest­um upp á æv­in­týra­lega og ein­staka upp­lif­un.

Þegar lónið verður opnað á ný síðar í mánuðinum hækk­ar aðgangs­eyr­ir um 5 evr­ur eða u.þ.b. 700 krón­ur. mbl.is kom við í lón­inu fyr­ir helgi og kynnti sér breyt­ing­arn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert