Kominn með Hoffellið í tog

Hoffellið í dag þegar varðskipið Þór kom að því.
Hoffellið í dag þegar varðskipið Þór kom að því. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Þór kom að flutningaskipinu Hoffell rétt fyrir klukkan 11 í morgun en skipið var statt vélarvana um 160 sjómílur suðvestur af Færeyjum. Vel gekk að koma taug á milli skipanna og er Þór nú á leið með Hoffellið áleiðis til Reykjavíkur samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Gera má ráð fyrir að skipin verði komin til hafnar í Reykjavík í lok vikunnar. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Gæslunni að aðeins hafi tekið um tvo klukkutíma að koma tauginni á milli skipanna þrátt fyrir töluverða ölduhæð. 

Fréttir mbl.is:

Þór nálgast Hoffellið

Siglingu Þórs miðar vel áfram

Hoffell vélarvana við Færeyjar

Varðskipið Þór.
Varðskipið Þór. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert