Myndi skaða orðspor Íslands

Utanríkisráðuneytið.
Utanríkisráðuneytið. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Að rjúfa samstöðu vestrænna ríkja teldist meiriháttar frávik frá utanríkisstefnu Íslands og væri ábyrgðarhluti sem kallaði, í besta falli, á gagnrýnar spurningar vinaþjóða um vegferð íslenskra stjórnvalda í alþjóðasamskiptum. Þá myndi orðspor Íslands sem traust bandalagsríki bíða hnekki.

Þetta eru meðal niðurstaða samantektar utanríkisráðuneytisins á hagsmunum Íslands með tilliti til þvingunaraðgerða gagnvart Rússlandi vegna deilunnar um Krímskaga og austurhluta Úkraínu, og gagnaðgerða Rússlands.

Í niðurstöðunum segir m.a.:

„Virðing fyrir alþjóðalögum hefur ávallt verið ein af grundvallarstoðum utanríkisstefnu Íslands og afstaða Íslands til álitamála varðandi landamæri og friðhelgi ríkja hefur ætíð byggst á alþjóðalögum. Sem smáríki sem byggir afkomu sína að miklum hluta á fiskveiðum á Ísland allt undir því að alþjóðalög og sáttmálar séu virtir.“

Og:

„Hefði Ísland ekki tekið þátt í þeim þvingunaraðgerðum sem gripið hefur verið til gagnvart Rússlandi væri það í fyrsta sinn í sögu íslenska lýðveldisins að landið hefði kosið að fara eigin leiðir og þar með rofið samstöðu vestrænna ríkja í málefnum sem allir eru sammála um að varða grundvallaratriði í öryggismálum Evrópuríkja.“

Niðurstöðurnar í heild er að finna á vef utanríkisráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka