Jón Gnarr er „til alls vís“

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri.
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Jón Gn­arr, rit­stjóri inn­lendr­ar dag­skrár hjá 365 og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, mun á morg­un, föstu­dag, til­kynna í ein­um af miðlum 365 hvort hann ætli að gefa kost á sér til fram­boðs til for­seta Íslands. Hann vildi þó ekki, þegar blaðamaður mbl.is náði tali af hon­um, segja í hvaða miðli 365 til­kynn­ing­in kem­ur.

„Ég get ekki sagt frá því að svo stöddu,“ sagði Jón er hann var innt­ur eft­ir svari. „Það er búið að reyna að veiða þetta upp úr mér, en ég segi ekk­ert.“

Spurður hvort hann hafi að und­an­förnu fundið fyr­ir mikl­um stuðningi við hugs­an­legt fram­boð hans til for­seta kveður Jón já við. „Ég hef fundið fyr­ir gríðarlega mikl­um stuðningi og hef­ur ólík­leg­asta fólk nálg­ast mig með þetta í huga. Þetta hef­ur í raun komið reglu­lega upp frá því að ég lét af embætti borg­ar­stjóra.“

Aðspurður seg­ist Jón nú vera „til alls vís“ þegar kem­ur að hugs­an­legu fram­boði. Hann vill þó á þess­ari stundu ekki gefa neitt frek­ar upp.

For­seta­kosn­ing­ar verða haldn­ar 25. júní næst­kom­andi og hafa þegar nokk­ur fram­boð verið til­kynnt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert