Frost 0 til 10 stig

Hitaspá kl. 8 í fyrramálið.
Hitaspá kl. 8 í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Veður­stofa spá­ir aust­lægri átt 5-13 m/​s, hvass­ast syðst. Víða létt­skýjað en skýjað og þurrt að mestu suðaust­an- og aust­an­til. Hæg­ari vind­ur með morgn­in­um og yf­ir­leitt þurrt og bjart. Frost 0 til 10 stig en kald­ara í innsveit­um fyr­ir norðan og aust­an.

Á þriðju­dag:
Suðaust­an 5-13 m/​s, hvass­ast suðvest­an­til. Þurrt og bjart víðast hvar. Frost 1 til 10 stig, en kald­ara í innsveit­um fyr­ir norðan og aust­an.

Á miðviku­dag:
Suðaust­an 8-13 m/​s og þykkn­ar upp á sunn­an­verðu land­inu, held­ur hvass­ara um kvöldið, slydda eða rign­ing og hiti 0 til 5 stig. Hæg­ari vind­ur fyr­ir norðan, lengst af létt­skýjað, en dreg­ur úr frosti.

Á fimmtu­dag:
Ákveðin suðaustanátt og rign­ing eða slydda, en þurrt norðan­til á land­inu. Hiti 1 til 6 stig, en í kring­um frost­mark fyr­ir norðan.

Á föstu­dag:
Suðlæg átt og rign­ing eða slydda víða um land og frem­ur milt, en vest­læg­ari síðdeg­is, dá­lít­il él vest­an­til, létt­ir til fyr­ir aust­an og kóln­ar.

Á laug­ar­dag og sunnu­dag:
Útlit fyr­ir sunn­an- og suðvestanátt. Skúr­ir eða él, en úr­komu­lítið fyr­ir norðan. Hiti kring­um frost­mark.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert