Sömdu Hagar frumvarp Vilhjálms?

„Þetta er eitt púsl af mörg­um hjá mér í þeirri bar­áttu að láta ríkið ein­beita sér að því sem það á að vera að þjón­usta en ekki nýta fjár­muni og tíma sinn í eitt­hvað sem aðrir geta gert bet­ur,“ sagði Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í viðtali í þætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un.

Í máli sínu vís­ar þingmaður­inn í svo­nefnt áfeng­is­frum­varp sem hann hef­ur lagt fyr­ir Alþingi, en auk hans var Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, gest­ur þátt­ar­ins. Sá fór ekki blíðum hönd­um um þing­mann­inn og frum­varp hans, en Kári hélt því meðal ann­ars fram að Vil­hjálm­ur hefði ekki samið frum­varpið - held­ur versl­un­ar­fyr­ir­tækið Hag­ar.

„Hvað seg­ir þú Vil­hjálm­ur við því að ég varð fyr­ir því óhappi að labba inn í versl­un­ar­miðstöð í gær og rakst á einn af koll­eg­um þínum, þing­mann Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem hélt því fram er við röbbuðum um þetta að þú hefðir ekki skrifað þetta frum­varp held­ur Hag­ar,“ sagði Kári og hélt áfram:

„Og benti á að nú væri farið að und­ir­búa áfeng­is­sölu í Hag­kaup­um og hann hélt því fram bók­staf­lega, þessi koll­egi þinn, að þú vær­ir á mála hjá aðilum sem vildu selja áfengi í mat­vöru­versl­un­um. Mér fannst þetta dá­lítið ljótt og ég trúi því ekki.“

Vil­hjálm­ur var snögg­ur til og sagðist ekki trúa því að þetta væri þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins - sá hlyti að koma úr röðum Fram­sókn­ar­flokks­ins.

„Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa orðað það við mig að þetta sé kallað „Haga­frum­varpið.“ Ég þekki eng­an í Hög­um og hef aldrei talað við neinn þar,“ sagði Vil­hjálm­ur og benti á að hann hafi ásamt nefnd­ar­rit­ara þings­ins samið um­rætt laga­frum­varp.

„Að þessi mál­flutn­ing­ur sé uppi sýn­ir hversu gott frum­varpið er og hversu mik­ill stuðning­ur er [við það]. Að þetta sé eini mál­flutn­ing­ur­inn sem er hægt að hafa gegn því - að ein­hver versl­un­ar­miðstöð sé að þessu,“ sagði Vil­hjálm­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka