Ummæli Kára „ómakleg og ósönn“

Finnur Árnason, forstjóri Haga, hefur sent fjölmiðlum yfirlýsingu fyrir hönd fyrirtækisins vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sagði Kári þar áfengisfrumvarpið svonefnda vera samið af Högum.

„Sú aðdróttun sem fram kom í umræddum útvarpsþætti er ómakleg og ósönn,“ ritar Finnur í yfirlýsingu sinni. Segir þar einnig að Hagar „hafa engin afskipti haft af frumvarpinu“ og að engin samskipti hafi átt sér stað „á milli Haga og Vilhjálms [Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins] vegna þessa frumvarps, né nokkur önnur samskipti.“  

Þá segir einnig í tilkynningunni að Hagar styðja frumvarpið og telja það þjóðhagslega hagkvæmt. „Kostnaður ríkisins við sölu þessa vöruflokks mun minnka, hagkvæmni viðskiptavina mun aukast og Alþingi getur sett reglur um þá umgjörð sem þarf til að takmarka aðgengi, sé vilji til þess.“

Fyrri frétt mbl.is:

Sömdu Hagar frumvarp Vilhjálms?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert