Ummæli Kára „ómakleg og ósönn“

Finn­ur Árna­son, for­stjóri Haga, hef­ur sent fjöl­miðlum yf­ir­lýs­ingu fyr­ir hönd fyr­ir­tæk­is­ins vegna um­mæla Kára Stef­áns­son­ar, for­stjóra Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, í þætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un. Sagði Kári þar áfeng­is­frum­varpið svo­nefnda vera samið af Hög­um.

„Sú aðdrótt­un sem fram kom í um­rædd­um út­varpsþætti er ómak­leg og ósönn,“ rit­ar Finn­ur í yf­ir­lýs­ingu sinni. Seg­ir þar einnig að Hag­ar „hafa eng­in af­skipti haft af frum­varp­inu“ og að eng­in sam­skipti hafi átt sér stað „á milli Haga og Vil­hjálms [Árna­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins] vegna þessa frum­varps, né nokk­ur önn­ur sam­skipti.“  

Þá seg­ir einnig í til­kynn­ing­unni að Hag­ar styðja frum­varpið og telja það þjóðhags­lega hag­kvæmt. „Kostnaður rík­is­ins við sölu þessa vöru­flokks mun minnka, hag­kvæmni viðskipta­vina mun aukast og Alþingi get­ur sett regl­ur um þá um­gjörð sem þarf til að tak­marka aðgengi, sé vilji til þess.“

Fyrri frétt mbl.is:

Sömdu Hag­ar frum­varp Vil­hjálms?

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka