„Fyrir stríðið höfðum við áætlanir“

„Fyrir stríðið höfðum við áætlanir fyrir börnin okkar. Nú getum við kannski byrjað upp á nýtt,“ segja þau Ibrahim og Fayrouz sem komu til landsins í dag og munu búa á Akureyri ásamt tveimur börnum sínum. Þau flúðu stríðið í Sýrlandi árið 2013 og þau segja það lítið líf að búa í flóttamannabúðum.

mbl.is var í Keflavík í dag og fylgdist með komu 35 flóttamanna til landsins. Í myndskeiðinu er rætt við þau Ibrahim og Fayrouz, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Khattab sem er sex barna faðir, fyrrverandi enskukennari og kom hingað til lands með konu sinni, móður og börnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert