Lækkar tekjur 120 manns í Neskaupstað

Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar Neskaupstað
Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar Neskaupstað Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Viðskiptabann Rússlands á íslensk fyrirtæki hefur mikil áhrif á starfsmenn Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Þannig hafa tekjur dregist töluvert saman hjá 80 starfsmönnum í landi og 40 sjómönnum. Vegna bannsins fæst nú um 35% lægra verð fyrir síldar- og makrílafurðir, en þokkalega hefur þó gengið að finna markaði fyrir þessar afurðir. Þetta segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, í langri færslu á Facebook-síðu Síldarvinnslunnar.

„Loðnan er sú fisktegund sem ég tel að mesta höggið verði í vegna bannsins. Þá er ég að tala um bæði til lengri og skemmri tíma,“ segir Gunnþór, en hann bendir á að Rússar hafi keypt um 50% af hrognaframleiðslu fyrirtækisins á síðasta ári. „Við sjáum því fram á umtalsverðan samdrátt í sölunni sem leiðir af sér aukið framboð á aðra markaði. Það leiðir aftur til verulegrar verðlækkunar,“ segir hann.

Gunnþór segir að bannið leggist mismunandi á sveitarfélög og starfsmenn fyrirtækja. Aftur á móti hitti þetta Fjarðabyggð, Vestmannaeyjar, Vopnafjörð, Hornafjörð, Langanesbyggð, Akranes og Reykjanesbæ hvað verst. Hann varar þó stjórnvöld við því að fara að færa aflaheimildir frá einum stað á annan með sértækum aðgerðum til að minnka áfallið í einstökum byggðarlögum. „Það gerir ekkert annað en að færa vandamálið til og flytja vinnu frá einum stað á þann næsta,“ segir hann.

Útflutningsbann snertir ekki einungis útgerðirnarMarkaðir fyrir íslenskar sjávarafurðir eru ekki einkamál sjávarú...

Posted by Síldarvinnslan hf. on Monday, 18 January 2016
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert