Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina um að hætt verði við þrengingu Grensásvegar var felld í borgarstjórn í gær.
Í Morgunblaðinu í dag segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, niðurstöðuna vera vonbrigði.
„Það eru auðvitað vonbrigði að borgarfulltrúar meirihlutans, sem vinna mest með skólunum og að velferðarmálum, skyldu láta þetta yfir sig ganga möglunarlaust á sama tíma og þau eru að vinna að niðurskurði upp á 1,1 milljarð, sem óumflýjanlega mun skerða gunnþjónustuna verulega,“ segir Júlíus.