Fulltrúinn farinn frá Brasilíu

4 kg af kókaíni sem fannst á Íslendingum í Forta­leza …
4 kg af kókaíni sem fannst á Íslendingum í Forta­leza í Brasilíu. Ljós­mynd/​www.pm.ce.gov.br/

Verkefnum fulltrúa utanríkisráðuneytisins í Brasilíu vegna tveggja Íslendinga sem eru í haldi lögreglu grunaðir um fíkniefnasmygl er lokið.

Frétt mbl.is: Íslendingar handteknir í Brasilíu

Samkvæmt Urði Gunnarsdóttur, fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins, kom fulltrúinn til Brasilíu um helgina.

„Hans hlutverk var að kanna aðstæður og tryggja að þau fái réttláta málsmeðferð, eða leggja sitt af mörkum til þess, það er okkar hlutverk í svona málum.“ segir Urður. Hún segir verkefninu hafa lokið í gær og að fulltrúinn hafi nú yfirgefið landið.

„Hann er búinn að gera það sem hann telur sig geta gert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert