Hafna fullyrðingum Landsbankans

Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Ómar

Samkeppniseftirlitið segist ekki geta fallist á þá skýringu Landsbankans að ráðstafanir þess hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör við söluna á Borgun í lok árs 2014. Talsverðar umræður hafa sprottið upp vegna sölunnar, en Morgunblaðið greindi frá því í gær að líklega myndu kaupendurnir hagnast umtalsvert vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe sem nú hefur verið tilkynnt um. Gagnrýndi meðal annars formaður Samfylkingarinnar bankann fyrir að hafa ekki tekið mið af þessu við mat á söluverðmæti hlutarins í Borgun.

Landsbankinn svaraði þessum ásökunum í gær í tilkynningu á vef sínum. Þar segir meðal annars: „Helsta ástæðan fyr­ir söl­unni á Borg­un og Valitor á ár­inu 2014 var þó þrýst­ing­ur frá sam­keppn­is­yf­ir­völd­um.“

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Kristinn

Þessu svarar Samkeppniseftirlitið með tilkynningu í dag: „Í tilviki eignarhalds bankanna á Borgun skal það tekið fram að það var ekki skilyrði Samkeppniseftirlitsins að Landsbankinn fremur en Íslandsbanki seldi sig út úr félaginu“

Segir jafnframt að áður en Samkeppniseftirlitið lauk sátt við Landsbankann í málinu hafði bankinn selt hlut sinn í Borgun og Valitor. Ekki kom því til þess að Samkeppniseftirlitið setti bankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi fyrirkomulag á sölu eignarhluta. Sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar var því alfarið á forræði og á ábyrgð Landsbankans, segir eftirlitið.

Frétt mbl.is: Hafna ásökunum Árna Páls

Frétt mbl.is: Vill rannsókn á sölu Borgunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert