Tæknimenn fundu mun í hljóðgæðum

Líkfundur í Ófærð. Í þættinum vinnur lögregla að rannsókn sakamáls.
Líkfundur í Ófærð. Í þættinum vinnur lögregla að rannsókn sakamáls. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Þeir sem horft hafa á Ófærð, nýja íslenska sjónvarpsþáttaseríu úr smiðju Baltasars Kormáks, hafa sumir hverjir kvartað undan því að heyra illa talað mál, einkum í þriðja þætti seríunnar.

Hafa tæknimenn Ríkisútvarpsins (RÚV) nú farið yfir málið í nánu samstarfi við Reykjavík Studios, framleiðanda þáttanna.

„Við fórum, eftir að ábendingar bárust okkur, að bera saman hljóð eins og það kemur frá framleiðanda við hvernig það kemur út í dreifikerfinu. Og við greindum mun,“ segir Ingvar Hreinsson, tæknimaður hjá RÚV, í samtali við Morgunblaðið. Bendir hann þó á að í þau tvö ár sem RÚV hefur sent út í HD-gæðum hafi engin „alvarleg kvörtun“ borist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert