Fjárfestar sækja um leyfi fyrir hóteli á Grensásvegi

Grensásvegur 1 er á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Norðaustan við …
Grensásvegur 1 er á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Norðaustan við það er Glæsibær.

Fjárfestar undirbúa að breyta Grensásvegi 1 í hótel. Þetta kemur fram í umsókn til skipulagsyfirvalda í Reykjavík varðandi breytingu á deiliskipulagi. Þarna voru áður höfuðstöðvar Hitaveitu Reykjavíkur.

„Í breytingunni felst heimild til að byggja hótel á lóðinni, fækkun á heildarfjölda bílastæða í samræmi við breytta notkun byggingarinnar, tengibygging sem áður var tvær hæðir verður ein hæð og byggingarreitur fyrstu hæðar stækkar lítillega til suðurs,“ segir í umsókninni.

Samkvæmt fasteignaskrá er Fasteignafélagið G1 ehf. skráður eigandi hússins. Fram kemur í afsali frá því í fyrrasumar að félagið keypti húsið af verkfræðistofunni Mannviti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert