Þegar unnið að endurreisninni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

„Þessi ríkisstjórn leggur áherslu á heilbrigðismálin. Hún hefur forgangsraðað í þágu heilbrigðismála að því marki að á sama tíma og við rekum íslenska ríkið með afgangi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Óttarr Proppé, formanni Bjartrar framtíðar.

Fyrirspurn Óttarrs var á þá leið hvort forsætisráðherra gæti boðað fyrir hönd ríkisstjórnarinnar áætlun um endurreisn heilbrigðiskerfisins og tímasettar aukningar á fjárveitingum til málaflokksins. „Mér finnst mikilvægt að við komumst frá þvargi um tölurnar, upp eða niður, og einbeitum okkur að því að gera gangskör í alvöruuppbyggingu og áætlun þar um, sem er ekki bara einhvers staðar inn í framtíðina, óljósa framtíð, ef vel gengur, heldur að fylgja eftir þessari tilfinningu í samfélaginu sem við sjáum í þessari undirskriftarsöfnun og sjáum trekk í trekk í skoðanakönnunum,“ sagði hann ennfremur og vísaði í unirskriftasöfnun Kára Stefánssonar þar sem krafist er meiri fjármuna til heilbrigðiskerfisins.

Forsætisráðherra að þegar væri unnið eftir áætlun um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Benti hann á að á milli áranna 2015 og 2016 hafi framlög til heilbrigðismála aukist um meira en 10% sem væri fáheyrt. „Þetta er 17 milljarða króna aukning. Við erum komin í 164 milljarða í heilbrigðiskerfið sem sýnir okkur að þetta er töluvert meira en 10% aukning milli ársins 2015 og 2016. Það er svo sannarlega unnið að endurreisn heilbrigðiskerfisins þó að þörfin verði áfram til staðar fyrir auknar fjárveitingar. En til að standa undir því þurfum við að framleiða meiri verðmæti í þessu landi.“

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert