Fagna frumvarpi Samfylkingar

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna fagna nýju frum­varpi um af­nám verðtrygg­ing­ar á neyt­endalán­um og þakka þing­mönn­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir að taka af skarið í mál­inu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.

Þar seg­ir að Hags­muna­sam­tök­in bindi von­ir við að með frum­kvæði Sam­fylk­ing­ar­inn­ar gangi breytt­ir tím­ar í garð en gríðarleg­ir hags­mun­ir séu í húfi. Sam­tök­in hvetja þing­menn til að vanda meðferð á frum­varp­inu.

„Íslensk heim­ili hafa allt of lengi verið föst í viðjum íþyngj­andi láns­kostnaðar og þeirr­ar nei­kvæðu eigna­mynd­un­ar sem fylg­ir verðtryggðum lán­um. Sam­tök­in hafa lengi verið ötul í bar­áttu sinni gegn verðtrygg­ingu og eru sann­færð um að af­nám henn­ar muni stuðla að bætt­um efna­hag á Íslandi með auknu aðhaldi á fjár­mála­stofn­an­ir og styrk­ari fjár­hag­stöðu heim­il­anna,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert