Engin óeðlilegt afskipti

Skrifstofa Bankasýslunnar.
Skrifstofa Bankasýslunnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég hef aldrei fengið slíkt símtal inn á mitt borð,“ sagði Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, á fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun varðandi það hvort ráðherrar, embættismenn eða þingmenn hefðu reynt að hafa afskipti af starfsemi stofnunarinnar eða hvernig farið væri með hluti ríkisins í bönkunum.

Frétt mbl.is: Krefur Landsbankann svara

Boðað var til fundarins vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kreditkortafyrirtækinu Borgun. Bæði vegna þess að salan var ekki í opnu ferli en einnig og ekki síður þar sem ekki var gerður fyrirvari um hagnað fyrirtækisins vegna mögulegrar yfirtöku Visa International á Visa Europe. Jón Gunnars sagði að hann vissi ekki heldur til þess að aðrir starfsmenn Bankasýslunnar hefðu orðið fyrir slíkum afskiptum eða stjórnarmenn stofnunarinnar. Brást hann þar við fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og varaformanni fjárlaganefndar.

Hins vegar hefðu þingmenn haft samband og forvitnast til að mynda um málefni sparisjóðanna sem væri ekkert ekkert óeðlilegt. Sjálfsagt væri að veita slíkar upplýsingar enda mikilvægt fyrir Bankasýsluna að vera í góðum tengslum við almenning í landinu. En aldrei hefði komin afskipti úr ráðuneytum eða frá þingmönnum vegna málefna bankans. „Þannig að sjálfstæði stofnunarinnar hefur verið algjörlega virt.“

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar.
Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert