Skerðing á þjónstu BUGL vegna myglu

Barna- og unglingageðdeild (BUGL).
Barna- og unglingageðdeild (BUGL).

Ákveðið hefur verið að takmarka þjónustu göngudeildar barna- og unglingageðdeildar (BUGL) frá 1. febrúar 2016 vegna einkenna sem starfsfólk finnur fyrir og gætu stafað af myglusveppi eða raka í húsnæðinu. 

Öll ný bráðamál flytjast yfir á bráðamóttöku barna á Barnaspítala Hringsins og verður áfram sinnt. Símaþjónustan flyst sömuleiðis á barnaspítalann og verður eftir sem áður hægt að hringja í síma 543 4300, að því er segir á vef Landspítalans.

„Meðan á lagfæringu hússins stendur verður nýjum málum sem ekki eru talin bráð sinnt eftir bestu getu en gera má ráð fyrir að sú þjónusta skerðist þar til búið verður að ráða fram úr vandanum. 

Unnið er að viðgerð í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu auk þess sem ítarleg skoðun fer fram á húsinu. Lagfæring á húsinu hefur staðið yfir frá því í haust. Þær framkvæmdir eru á lokastigi og má gera ráð fyrir að þeim ljúki að mestu í næstu viku,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert