Múslimar mótmæltu í Reykjavík

Frá mótmælunum fyrir utan Grand Hótel í dag.
Frá mótmælunum fyrir utan Grand Hótel í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Félagar úr trúfélögunum Menningarsetur múslima og Félag múslima höfðu uppi mótmæli fyrir utan Grand Hótel Reykjavík í dag en þar hélt sjálfseignastofnunin Stofnun múslima á Íslandi fund. Hussein Al Doudi, stjórnandi stofnunarinnar, skipulagði fundinn.

mbl.is/Styrmir Kári

Að sögn leiðtoga Menningarsetursins, múslimaklerksins Ahmad Seddeq, vildu menn vita hvað varð um þá rúmlegu einu milljón dala sem Sádí-Arabar lögðu fram til byggingar mosku á Ísland. Hvorki Menningarsetrið né  Félag múslíma hafa fengið peningana en moska félagsins á að rísa í Sogamýri.  

Ahmad segir að Stofnun múslima hafi fengið peningana í sinn vasa og Menningarsetrið viti ekkert hvað hafi hún hafi gert við þá. Menningarsetrið leigir Ýmishúsið við Skógarhlíð af Stofnun múslima.

mbl.is/Styrmir Kári

Ahmad var ekki viðstaddur mótmælin en ætlaði nokkru síðar að sækja fundinn, sem hann taldi vera opinn. Þar var honum aftur á móti vísað á dyr.  

„Við þurfum peningana fyrir okkar starfsemi á Ísland. Þeir eru ekki trúfélag eins og við. Mér finnst grunsamlegt hvernig þeir haga sér í þessu máli og funda fyrir luktum dyrum,“ segir Ahmad en einu trúfélög múslima á Íslandi sem eru skráð opinberlega eru Menningarsetur múslima og Félag múslima. 

mbl.is/Styrmir Kári

„Ég vildi mæta á fundinn,  hlusta á hvað þeir voru að ræða og spyrja þá út í hvað varð um peningana en öryggisverðir hentu mér út.“

Ahmad, sem hefur búið á Íslandi frá árinu 2011, segist tala fyrir hönd um 400 múslima í Menningarsetri múslima á Íslandi og þeir hafi fullan rétt á að vita hvað hafi orðið um peningana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert