Mótmæla fundi nauðgunarsinna

Samfélag Roosh V virðist ekki einungis ala á kvenhatri heldur …
Samfélag Roosh V virðist ekki einungis ala á kvenhatri heldur einnig á útlengingahatri. Skjáskot af Facebook

Daryush Valiza­deh sem kall­ar sig Roosh V, höf­und­ur seríu kyn­lífs­ferða-hand­bóka hef­ur boðað til 165 funda í 43 lönd­um, þar á meðal á Íslandi á mánu­dag­inn kem­ur. Meðal bóka í fyrr­nefndri bókaröð Roosh er Bang Ice­land: How to Sleep with Icelandic Women in Ice­land.

Í bók­inni taldi Roosh meðal ann­ars upp 10 hluti sem karl­menn ættu að vita áður en ferðast er til Íslands. Á list­an­um sagði hann Ísland vera þorp stofnað af nauðgur­um og að mjög auðvelt sé að sofa hjá ís­lensk­um stúlk­um ef þær eru drukkn­ar og ein­angraðar.

Frétt mbl.is: Ísland er þorp stofnað af nauðgur­um

Á síðu mót­mælaviðburðar sem boðað hef­ur verið til á Face­book er Roosh kallaður „nauðgun­ar­sinni“. Bent er á til­vitn­an­ir í bæk­ur hans þeirri staðhæf­ingu þeirr­ar full­yrðing­ar þar sem Roosh lýs­ir því m.a. í smá­atriðum hvernig hann nauðgaði konu í Póllandi sem „hafði lík­ama fim­leika­manns sem hafði ekki náð fylli­lega fram yfir kynþroska.“

At­hygli er vak­in á því að til­vitn­an­irn­ar sem hér fylgja gætu vakið óhug.

Nauðgaði konu á Íslandi

„Ég náði henni á brjósta­hald­ar­ann og nær­bux­urn­ar en hún hélt áfram að segja „Nei! Nei!,“ skrif­ar Roosh. Seg­ist hann hafa sagt sjálf­um sér á þeirri stundu að hún myndi ekki ganga á dyr án þess að hann hefði við hana sam­far­ir. Hann seg­ist hafa sætt sig við til­hugs­un­ina um að vera læst­ur inni í pólsku fang­elsi þannig að svo mætti verða. Í lýs­ingu á aðför­um sín­um seg­ist hann hafa at­hafnað sig „eins og barn­aníðing­ur.“

Í ann­arri lýs­ingu frá Póllandi seg­ist Roosh hafa stundað kyn­líf sem var afar kvala­fullt fyr­ir kon­una og hún hafi sagt „Nei, Roosh, nei!“ í það minnsta þrjá­tíu sinn­um áður en hann kom getnaðarlim sín­um í leggöng henn­ar.

„Hún kjökraði eins og særður hund­ur all­an tím­ann en ég vildi fá full­næg­ingu svo ég var „næst­um því þar“ í um tíu mín­út­ur. Eft­ir kyn­lífið snökti hún í góða stund, talandi um að þetta væri synd í aug­um guðs.“

Einnig er vísað í lýs­ingu Roosh frá Íslandi þar sem hann seg­ist hafa áttað sig á því á leiðinni heim til sín hversu dauðadrukk­in kon­an sem hann hafði meðferðis var í raun.

„Í Banda­ríkj­un­um hefði það að stunda kyn­líf með henni verið nauðgun þar sem hún gat ekki veitt samþykki sitt lög­um sam­kvæmt. Ég var edrú en ég get ekki sagt að mér hafi ekki staðið á sama eða að ég hafi hikað. Ég mun ekki rétt­læta gjörðir mín­ar en að stunda kyn­líf er það sem ég geri.“

Með orðum sín­um viður­kenn­ir Roosh að hafa gert sér grein fyr­ir því að samþykki kon­unn­ar fyr­ir sam­ræði lægi ekki fyr­ir. Þar af leiðandi er aug­ljós­lega ekki um kyn­líf þeirra á milli að ræða held­ur nauðgun, hvort sem hann er í Banda­ríkj­un­um eða á Íslandi.

Þá er vitnað í blogg Roosh um „Sex kenni­leiti góðrar nauðgun­ar“ þar sem hann seg­ir nauðgun­ar­atriði í kvik­mynd­inni 300 hafa verið lé­legt. „Lyk­ill­inn að góðri nauðgun­ar­senu er að sjá stúlk­una fara úr því að hata það yfir í að elska það. Hún vill láta nauðga sér að nýju. Ég örvaðist ekki við þessa senu eins og ég geri vana­lega þegar ég horfi á nauðgan­ir.“

Roosh kveðst örvast kynferðislega við að horfa á nauðgunarsenur.
Roosh kveðst örv­ast kyn­ferðis­lega við að horfa á nauðgun­ar­sen­ur.

Hvar er gælu­dýra­versl­un­in?

Roosh boðar fylg­is­menn sína til fund­ar á laug­ar­dag­inn næst­kom­andi og set­ur upp­lýs­ing­ar um alla 165 fund­arstaðina á heimasíðu sína. Hér á landi ger­ir hann ráð fyr­ir að þátt­tak­end­ur mæti milli 20:00 og 20:20 á laug­ar­dag við stytt­una af Leifi Ei­ríks­syni utan við Hall­gríms­kirkju næsta laug­ar­dag.

„Til að bera kennsl á ætt­bálka­bræður ykk­ar, spyrjið eft­ir­far­andi spurn­ing­ar þann mann sem ykk­ur grun­ar að sé þar til að hitt­ast: „Veistu hvar ég get fundið gælu­dýra­versl­un?“ Ef þú ert spurður að þess­ari spurn­ingu, svaraðu með staðfest­ing­unni: „Já, hún er hér.“ Þú get­ur þá kynnt þig og fengið upp­lýs­ing­ar um hvert skal haldið kl. 20:20.“

Þegar þetta er skrifað hafa 299 manns skráð sig til þátt­töku á viðburðinn „Hug­mynda­fræði nauðgun­ar­sinna er ekki vel­kom­in á Íslandi“ sem ætlað er að mót­mæla fund­ar­boði Roosh og því sem hann stend­ur fyr­ir.

„Svona nokkuð vilj­um við ekki sjá á Íslandi og ætl­um því að mæta á Hall­gríms­kirkju­torg á um­rædd­um tíma. Sum okk­ar vilja mæta með skilti og skemmti­lega fylgi­hluti meðan önn­ur okk­ar kjósa bara að mæta á svæðið og sýna með því að hug­mynda­fræði Roosh Vor­ek sé ekki vel­kom­in á klak­ann,“ seg­ir í lýs­ingu viðburðar­ins.

Eng­ir homm­ar, femín­ist­ar eða múslim­ar?

Í grein Roosh um „Al­geng­ar spurn­ing­ar fyr­ir fund­ar­dag­inn“ kem­ur fram að kon­ur og sam­kyn­hneigðir karl­ar séu ekki vel­komn­ar á viðburðinn, hann sé aðeins ætlaður gagn­kyn­hneigðum körl­um. Sem svar við spurn­ing­unni „Hvað ef klikkaðir femín­ist­ar mæta?“ ráðlegg­ur Roosh þátt­tak­end­um að taka viðkom­andi upp á mynd­band og senda hon­um svo þátt­tak­end­ur geti rifið þær í sig eft­ir á. Þá mæl­ist hann til þess að meðlim­ir hóps­ins fari í sitt­hvoru lagi, óbeina leið, að fund­arstaðnum svo aðrir finni hann ekki.

„Ég mun þvinga fram tryllta hefnd gagn­vart hverj­um þeim sem stork­ar ykk­ur á al­manna­færi þenn­an dag (munið að taka þá upp). Megi sjötti fe­brú­ar þannig verða skýrt merki til allra um að við erum ekki að fara neitt.“

Í grein­inni kem­ur fram að fund­ur­inn sé op­inn fólki utan hvíta kyn­stofns­ins. Ljóst er að marg­ir les­end­ur Roosh eru þó ekki hlynnt­ir fjöl­menn­ingu en einn þeirra bend­ir á í at­huga­semd við færsl­una um staðsetn­ingu fund­anna að þeir fari fram sama dag og Peg­ida mót­mæli sem hann hugðist taka þátt í. Peg­ida eru öfga­sam­tök sem berj­ast gegn fjöl­menn­ingu í Evr­ópu og þá sér­stak­lega flótta­fólki.

Í lýs­ingu á því sem fram fer á fund­um seg­ir Roosh að þeir séu ætlaðir til þess að karl­mann­leg­ir karl­menn geti myndað með sér tengslanet sem geti verið mik­il­vægt, komi til þess að verja þurfi sam­fé­lög þeirra fyr­ir ut­anaðkom­andi ógn.

„Ég heyri nóg af sög­um frá Evr­ópu af körl­um sem búa í lönd­um sem afró-íslam­ar eru að ráðast inn í, hvatt­ir áfram af rík­is­stjórn­um þeirra. Það að hafa ætt­bálk heima­manna mun verða al­gjör­lega nauðsyn­legt til að standa af sér þá storma sem kunna að mæta ykk­ur í framtíðinni,“ seg­ir Roosh í meðfylgj­andi mynd­bandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert