Mikill vatnsleki í Framheimilinu

Íþróttahús og félagsheimili Fram við Safamýri. Gömul mynd úr safni
Íþróttahús og félagsheimili Fram við Safamýri. Gömul mynd úr safni mbl.is/Árni Sæberg

Fjölmennt lið slökkviliðsmanna tók þátt í að hreinsa upp vatn í Framheimilinu í nótt en þar var töluverður heitavatnsleki út frá loftræstikerfi hússins. Tjónið er ótrúlega lítið á íþróttaaðstöðu hússins þar sem það tókst að mestu að koma í veg fyrir að vatn læki inn í íþróttasali. 

Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er tjónið mest í loftræstisamstæðu hússins.

Um helmingur allra sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu í nótt voru með sjúklinga á milli sjúkrahúsa þar sem tölvusneiðmyndatæki er enn einu sinni bilað í Fossvogi. Aukavakt var kölluð út á sjúkrabíla í gærkvöldi og var hún að störfum fram yfir miðnætti vegna anna við flutninga. Þetta er í þriðja skiptið á rúmum mánuði sem tækið bilar en vonir standa til um að það komist í lag síðar í dag. 

Bilað enn á ný

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert