Dæmd í átta ára fangelsi

mbl.is/Hjörtur

Hæstiréttur dæmdi í dag hollenska konu, Mirjam Foekje van Twuijver, í 8 ára fangelsi fyrir stórfelldan innflutning á fíkniefnum til landsins. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður dæmt hana í 11 ára fangelsi 8. október. Hæstiréttur vísar í dómi sínum til samstarfs konunnar við lögreglu við að upplýsa málið sem sé metið til refsilækkunar.

Hæstiréttur dæmdi ennfremur Atla Freyr Fjölnisson í 4 ára fengelsi fyrir að hafa veitt fíkniefnunum viðtöku en hann hafði áður verið dæmdur í 5 ára fangelsi í hérði fyrir að hafa tekið við efnunum hér á landi. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem þau Twuijver og Atli sættu á síðasta ári. Twuijver frá 4. apríl og Atli frá 8.-22. apríl. Hæstiréttur dæmdi þau ennfremur til að greiða helming málskostnaðar. Dómurinn héraðsdóms er þannig mildaður yfir þeim báðum en hvorugt þeirra  var viðstatt uppkvaðningu dóms Hæstaréttar.

Van Twuijver kom ásamt dótt­ur sinni til lands­ins á föstu­dag­inn langa á síðasta ári með flugi frá Amster­dam og áttu pantað flug­f­ar til baka á mánu­dags­morg­ni. Alls voru þær mæðgur með sam­tals 9.053,55 g af am­feta­míni að 69 til 70% styrk­leika, 194,81 g af kókaíni að 64% styrk­leika og 10.027,25 g af MDMA, að 78% styrk­leika, ætluðu til sölu­dreif­ing­ar hér á landi í ágóðaskyni, fal­in í tveim­ur ferðatösk­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert