Ekki ákærðir fyrir nauðgun

Fjölmargir komu saman við lögreglustöðina á Hverfisgötu í nóvember og …
Fjölmargir komu saman við lögreglustöðina á Hverfisgötu í nóvember og kröfuðst þess að mennirnir yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. mbl.is/Árni Sæberg

Héraðssaksóknari hefur ákveðið að ákæra ekki tvo menn fyrir nauðgun í íbúð við Miklubraut en brotið átti að hafa átt sér stað í október. Annað mál gagnvart öðrum manninum er enn á borði héraðssaksóknara.

Frétta­blaðið sagði frá því í nóv­em­ber að íbúðin í Hlíðunum hefði verið búin út­búnaði til of­beld­isiðkun­ar og að árás­irn­ar hefðu verið hrotta­leg­ar.

Tvö kynferðisbrot til rannsóknar

Í kjölfar fréttar blaðsins kom mikill fjöldi saman fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu og krafðist þess að mennirnir tveir yrðu hneppt­ir í gæslu­v­arðhald. Á samfélagsmiðlum voru nöfn þeirra birt, myndir af þeim og barni annars þeirra. 

Ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður annars mannanna, segir þetta þarfa áminningu fyrir fjölmiðla og fjölmiðlafólk, í þessu tilviki 365 og Fréttablaðið, að ganga ekki fram með þeim hætti sem gert var í þessu máli. „Það að taka menn af lífi í fjölmiðlum þegar aðeins kæra hefur verið lögð fram í nauðgunarmáli,“ segir Vilhjálmur í samtali við mbl.is.

Hann segir að þetta sé ekki síður þörf áminning til almennings um að hugsa sig um tvisvar áður en hann setur sig í dómarasæti og kveður upp dóma á fólki á samfélagsmiðlum.

„Ég vona að þetta sé þörf lexía fyrir þá sem það gerðu. Bæði viðkomandi fjölmiðla sem og allan þann fjölda fólks sem tók þátt í þessari aðför að umbjóðendum mínum í þessu máli. Ég biðla til þeirra að fólk læri af þessu atviki.

Hann segir að nú verði skaðabótaþáttur málsins skoðaður, bæði gagnvart Fréttablaðinu og útgáfufélags þess, 365, sem og þeim sem dreifðu myndum af viðkomandi á netinu, börnum þeirra jafnvel og fullyrtu án nokkurra sannana að þeir væru nauðgarar.

RÚV greindi fyrst frá niðurfellingunni í hádegisfréttum í dag

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögfræðingur.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögfræðingur. Mbl.is/ Sigurgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert