Fær ekki álit EFTA-dómstólsins

mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að ekki verði leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna í máli Kaffitárs og Isavia.

Málið snýst um það hvort Isavia beri að afhenda Kaffitári upplýsingar um for­val­ um versl­un­ar­rými í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. Úrsk­urðar­nefnd upp­lýs­inga­mála hefur komist að þeirri niðurstöðu að afhenda beri upplýsingarnar en Isavia er þeirrar skoðunar að afhending þeirra varði samkeppnis hagsmuni fyrirtækjanna sem tóku þátt í forvalinu.

Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að það hafi ekki þýðingu við úrlausn málsins að leita eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka