Fara með málið aftur til héraðsdóms

Aðalheiður Héðinsdóttir í Kaffitári.
Aðalheiður Héðinsdóttir í Kaffitári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er skýrt að Isavia ber að fara eftir upplýsingalögum og getur ekki neytt aflsmunar og farið sínu fram í trássi við úrskurð yfirvalda.“

Þetta segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að ekki verði leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í máli Kaffitárs og Isavia. Dómurinn telur slíkt ekki vera til þess fallið að leysa úr málinu.

Málið snýst um það hvort Isavia beri að afhenda Kaffitári upplýsingar úr opinberri samkeppni um verslunarrými í Leifsstöð. „Eitthvað hafa menn að fela,“ segir Aðalheiður. „Næsta skref hjá okkur er að fá staðfestingu héraðsdóms á þeirri niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál að okkur beri að fá öll gögn úr samkeppninni. Slíkt væri þá aðför að lögum og þá myndi lögregla sækja gögin, ef þráast verður við,“ segir Aðalheiður í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka