Enn í gæsluvarðhaldi vegna bankaráns

Lögreglumenn að störfum við Landsbankann í Borgartúni. Ræningjarnir náðust eftir …
Lögreglumenn að störfum við Landsbankann í Borgartúni. Ræningjarnir náðust eftir mikla leit. mbl.is/Golli

Gæslu­v­arðhald  yfir tveim­ur mönn­um sem eru grunaðir um að hafa framið vopnað rán í úti­búi Lands­bank­ans 30. des­em­ber síðastliðinn var í dag framlengt þar til dómur gengur en ekki lengur en til 7. mars. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Að sögn Friðriks gengur rannsókn málsins vel.

Lög­reglu barst til­kynn­ing um ránið klukk­an 13.22 en menn­irn­ir komust und­an með óveru­lega fjár­muni sem fund­ust næsta dag. Lög­regl­an hóf í kjöl­farið um­fangs­mikla leit að mönn­un­um, m.a. í Öskju­hlíð. Ann­ar maður­inn var hand­tek­inn aðfaranótt 31. des­em­ber en hinn gaf sig fram við lög­reglu eft­ir að lýst var eft­ir hon­um.

Menn­irn­ir tveir hafa báðir áður komið við sögu hjá lög­reglu. Þeir hafa báðir játað aðild sína að málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert