Einn laminn í höfuðið með hamri

Hópslagsmálin áttu sér stað á planinu fyrir framan Rúmfatalagerinn í …
Hópslagsmálin áttu sér stað á planinu fyrir framan Rúmfatalagerinn í Skeifunni. mbl.is/Styrmir Kári

Hópslagsmálin sem áttu sér stað í Skeifunni á laugardag voru á milli tveggja erlendra hópa af sitt hvoru þjóðerni. Sjónarvottur segir að átökin hafi verið á milli 20-30 einstaklinga sem voru á milli þrítugs og fertugs. Meðlimir í báðum gengjum hafi borið vopn og að sést hafi til tveggja hafnaboltakylfa, hamars og hnífs. Einn var sleginn með hamri í höfuðið og lá hann blóðugur eftir.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Átökin stóðu yfir í um fimm mínútur og segir sjónarvotturinn að 4-6 manns hafi að mestu tekið þátt í slagsmálum. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir sein viðbrögð að hún hafi komið á staðinn um 25 mínútum eftir hringt hafi verið á hana. Voru þá allir á brott nema fjórir einstaklingar en einn þeirra var sá sem sleginn var með hamri í höfuðið.

„Þetta var ósköp rólegt til að byrja með en skyndilega fór allt upp í háaloft. Flestir stóðu þarna hjá og gerðu ekkert en fjórir til sex slógust. Ég sá hamar, hafnaboltakylfur og hníf. Hann notaði að vísu ekki hnífinn en otaði honum að öðrum,“ sagði sjónarvotturinn.

„Einn var laminn í höfuðið með hamri og lá alblóðugur í jörðinni eftir það. Ég sá stóran skurð á höfðinu á honum,“ segir hann. Hann segir mennirnir hafi komið í Skeifuna á 7-8 bílum um tíu mínútur í sex á laugardag. Hann segir að mikil öskur og læti hafi einkennt samskiptin. „Menn komu hlaupandi út og í nokkrar mínútur fóru einhver orðaskipti fram en svo fór allt í bál og brand,“ segir sjónarvotturinn.

Frétt mbl.is: Slógust með kylfum og hamri

Frétt mbl.is: Kveikjan að slagsmálunum óþekkt

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert