Bandaríkjaher aftur til Íslands?

P-8 Poseidon.
P-8 Poseidon. Ljósmynd/Wikipedia

Bandaríski sjóherinn hefur óskað eftir fjárveitingu á fjárlögum 2017 til að taka í gegn flugskýli á Keflavíkurflugvelli, þar sem til stendur að hýsa P-8 Poseidon; flugvél sem notuð er til að hafa eftirlit með rússneskum kafbátum í Norður-Atlantshafi.

Þetta kemur fram hjá hermiðlinum Stars and Stripes, sem starfar með heimild bandaríska varnarmálaráðuneytisins.

Í frétt miðilsins segir m.a. að sjóherinn sendi reglulega P-3 Orion vélar frá Sikiley til Keflavíkur en P-8 vélin muni gegna sama hlutverki þegar búið er að taka flugskýlið í gegn. Endurbæturnar fela m.a. í sér nýjar lagnir, gólfefni og skolunarstöð.

Blaðamaður Stars and Stripes vitnar í ónafngreindan heimildarmann, sem segir að enn sem komið er hafi sjóherinn eingöngu áhuga á að vera hér með flugvélar í stuttum eftirlitsverkefnum en að breyting gæti orðið þar á.

mbl.is sagði frá því í september sl. að Robert O. Work, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefði heimsótt öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli og sagt í aðdraganda heimsóknarinnar að hann vildi skoða fyrrnefnt flugskýli og fullvissa sig um að það væri nothæft.

Frétt mbl.is: Skoðaði mannvirki á öryggissvæðinu

Þá var haft eftir Work að stækka þyrfti dyrnar á flugskýlinu þar sem stélið á P-8 vélunum væri hærra en á P-3 vélunum.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Robert O. Work aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Robert O. Work aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert