Stórar og djúpar holur við háskólann

Djúpar og breiðar holur má sjá í malarflákanum, sem liggur …
Djúpar og breiðar holur má sjá í malarflákanum, sem liggur þvert yfir götuna. mbl.is/Eggert

Veg­far­end­ur um Sæ­mund­ar­götu við Há­skóla Íslands hafa marg­ir tekið eft­ir stór­um og djúp­um hol­um í malarfláka sem ligg­ur þvert yfir veg­inn. Und­an­farna mánuði hafa kvart­an­ir borist borg­inni vegna hol­anna og þá hafa at­vinnu­bíl­stjór­ar am­ast yfir ástandi veg­ar­ins sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

Öku­menn bif­reiða þurfa iðulega að hægja á sér svo að þær hljóti ekki tjón af því að fara yfir flák­ann. Há­skóli Íslands er einn stærsti vinnustaður lands­ins og er því jafn­an mik­il um­ferð um göt­una, sem ligg­ur fyr­ir fram­an tún Há­skól­ans frá Hring­braut og að Eggerts­götu.

Mal­bikið rifið upp í des­em­ber

Þór Gunn­ars­son verk­efna­stjóri hjá gatna­deild Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir ástand göt­unn­ar skýr­ast af fram­kvæmd­um vegna ný­bygg­ing­ar Al­vo­gen, en breyta þurfti gatna­mót­um við horn húss­ins. Mikið og langt frost hafi svo tafið fyr­ir lok­um fram­kvæmd­anna.

„Það á að koma þarna svo­kölluð alda yfir göt­una,“ seg­ir Þór og út­skýr­ir að það sé upp­hækkuð gang­braut. „Það var verið að vinna þetta í des­em­ber og þá var mal­bikið rifið upp. Menn héldu svo að það myndi koma ein­hver þíðukafli þar sem hægt væri að klára verkið en þá skall bara á harðavet­ur og það hef­ur ekki náðst að klára þetta.“

Á ábyrgð verk­tak­ans og borg­ar­inn­ar

Hann seg­ir að á meðan þurfi að halda veg­in­um reglu­lega við og fylla í hol­urn­ar sem þar mynd­ast. Það sé á ábyrgð verk­tak­ans og borg­ar­inn­ar að fylgj­ast með því.

„Hann og við eig­um að vera vak­andi yfir því að þetta sé gert. En svo ger­ist þetta svo fljótt og við kannski ekki nógu vak­andi,“ seg­ir Þór og bend­ir á að þegar sé búið að fylla í hol­urn­ar einu sinni eða tvisvar það sem af er vetri. Þá seg­ir hann ekki marg­ar kvart­an­ir hafa borist vegna þessa.

„Við erum í raun að bíða eft­ir því að fá veður til að klára þetta. Það er ekki stórt verk sem er eft­ir.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka