Svavars-samningur hefði kostað 208 milljarða

Icesave-samningurinn sem kenndur er við Svavar Gestsson hefði kostað 208 …
Icesave-samningurinn sem kenndur er við Svavar Gestsson hefði kostað 208 milljarða m.v. uppgjör slitabús Landsbankans. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eft­ir­stöðvar af Ices­a­ve-samn­ing­un­um sem kennd­ir eru við Svavar Gests­son væru á þessu ári um 208 millj­arðar, eða um 8,8% af áætlaðri lands­fram­leiðslu árs­ins í ár. Upp­hæðin hefði fallið á rík­is­sjóð og komið til greiðslu fjór­um sinn­um á ári næstu 8 árin og numið um 26 millj­örðum á ári ásamt vöxt­um sem hefðu verið 5,55%. Þetta kem­ur fram í svari Hers­is Sig­ur­geirs­son­ar, dós­ents í fjár­mál­um við viðskipta­fræðideild Há­skóla Íslands á Vís­inda­vefn­um.

Samn­ing­arn­ir voru und­ir­ritaðir 5. júní árið 2009 og var Svavar formaður samn­inga­nefnd­ar­inn­ar. Með þeim hefði breska og hol­lenska ríkið lánað Trygg­inga­sjóði inni­stæðueig­enda og fjár­festa um 700 millj­arða króna í pund­um og evr­um til fimmtán ára á föst­um 5,55% vöxt­um.

Nota átti fjár­mun­ina til að end­ur­greiða hol­lenska seðlabank­an­um og breska trygg­ing­ar­sjóðnum þar sem þeir höfðu greitt inni­stæðueig­end­um Lands­bank­ans eft­ir fall hans.

Fyrst um sinn átti aðeins að greiða inn á lánið það sem Trygg­ing­ar­sjóður fengi úr slita­búi Lands­bank­ans, en eft­ir­stöðvar að þeim tíma lokn­um átti að greiða yfir átta ára tíma­bil.

Í svari Vís­inda­vefs­ins kem­ur fram að í frum­varpi laga um heim­ild rík­is­ins til að ábyrgj­ast lán­in hafi verið áætlað að samn­ing­ur­inn myndi kosta rík­is­sjóð 415 millj­arða þann 5. júní 2016, ef end­ur­heimt­ur bús­ins yrðu 75%. Með 15% frá­viki gátu eft­ir­stöðvar láns­ins verið um 309-521 millj­arður.

Svavar Gestsson var formaður samninganefndarinnar.
Svavar Gests­son var formaður samn­inga­nefnd­ar­inn­ar. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

Heimt­ur úr búi bank­ans voru aft­ur á móti mun meiri en áætlað hafði verið og fékkst 100% upp í for­gangs­kröf­ur. Þannig hefðu eft­ir­stöðvar samn­ings­ins numið 208 millj­örðum, en það var á sín­um tíma tal­in besta mögu­lega niðurstaðan.

Áður hafði Vís­inda­vef­ur­inn birt sam­bæri­legt svar um kostnað rík­is­sjóðs af Ices­a­ve-samn­ing­un­um sem kennd­ir eru við Lee Buchheit. Svarið þá var að áætlaðar heild­ar­greiðslur vegna þeirra samn­inga hefðu numið 87 millj­örðum, þar af 81 millj­arði í vaxta­greiðslur. Af því hefði rík­is­sjóður greitt 67 millj­arða en Trygg­ing­ar­sjóður 20 millj­arða. Þá hafði þó ekki verið klárað upp­gjör við for­gangs­kröfu­hafa, en upp­reiknað í dag og m.v. breytt gengi hefði vaxta­kostnaður­inn auk­ist um einn millj­arð en greiðslur Trygg­ing­ar­sjóðs farið niður í 0,5 millj­arða.

Báðir þess­ara samn­inga fóru í þjóðar­at­kvæðagreiðslu þar sem þeim var hafnað. Að end­ingu sýknaði EFTA dóm­stóll­inn Íslend­inga af kröf­um breskra og hol­lenskra yf­ir­valda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert