Skoða að hækka sektir vegna brota verulega

Sýnt þykir að enn þurfi að ráðast í átak gegn …
Sýnt þykir að enn þurfi að ráðast í átak gegn símanotkun ökumanna.

Talsverð umræða hefur verið að undanförnu um hættur þess að bílstjórar tali í síma undir stýri, sendi smáskilaboð, fari á twitter og taki myndir og myndbönd úr farsímum sínum.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að þetta sé vissulega áhyggjuefni og að í ráðuneytinu sé nú verið að skoða hert viðurlög, hækkun sekta og fleira í tengslum við ólögmæta snjallsímanotkun ökumanna.

„Við í innanríkisráðuneytinu höfum verið að hugsa um þessi mál í talsverðan tíma, því snjallsímavæðingin hefur hafið innreið sína út í þjóðvegakerfið. Það á ekki bara við um flutninga- og atvinnubílstjórana, heldur einnig í almennri umferð,“ segir Ólöf í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert