Stóð á steini þegar aldan tók hann

Steinninn sem maðurinn stóð á er fyrir miðju myndarinnar.
Steinninn sem maðurinn stóð á er fyrir miðju myndarinnar. Ljósmynd/Lögreglan

Maðurinn sem lést við Reynisfjörðu í dag var kínverskur ríkisborgari, fæddur 1976. Hann var hér á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni. Þetta kemur frá á vef lögreglunnar, sem birtir mynd af steininum þar sem maðurinn stóð þegar hann féll í sjóinn.

„Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi hefur leitt í ljós að maðurinn stóð á sjálfstætt standandi stuðlabergsteini, um 50 sm háum, í nokkurra metra fjarlægð frá stuðlaberginu í Reynisfjalli og var þar við myndatöku,“ segir á vefnum.

Slysið virðist hafa borið að þegar úthafsalda braut á steininum og sogaði manninn með sér með þeim afleiðingum að hann drukknaði.

Frétt mbl.is: Banaslys í Reynisfjöru

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka