Ekki skipt um gúmmikurlið strax

Gervigrasvöllur Fram í Úlfarsárdal.
Gervigrasvöllur Fram í Úlfarsárdal. Ómar Óskarsson

Borgarráð samþykkti í dag áætlun borgarstjóra um endurnýjun á gervigrasvöllum í eigu borgarinnar. Gervigrasvöllur Víkings verður endurnýjaður í sumar og vellir KR og Fylkis á næsta ári.

Skipt verður um kurl samhliða endurnýjun vallanna en umræða um hugsanlega skaðsemi þess hefur farið hátt síðustu ár. Endurunnið gúmmí sem dreift er á flesta vellina inniheldur efni sem talin eru heilsuspillandi og geta valdið krabbameini.

Fyrri frétt mbl.is: Gúmmikurlið brotið til mergjar

Gervigrasvöllur Víkings er sagður illa farinn og verður hann tekinn í gegn í sumar. Annars konar kurli en nú er almennt í notkun verður dreift á vellina eftir því sem þeir eru endurnýjaðir. Þangað til verður hins vegar áfram notast við gamla kurlið.

Tilkynning á vef Reykjavíkurborgar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert