Mest hækkun í Breiðholti

Meðalkaupverð í Breiðholti á fermetra er nú 284 þús.
Meðalkaupverð í Breiðholti á fermetra er nú 284 þús. Mbl/ Árni Sæberg

Meðalkaupverð seldra fasteigna í fjölbýli í Breiðholtinu, 111 Reykjavík, var 15,9% hærra á fjórða ársfjórðungi 2015 en það var á fjórða ársfjórðungi 2014.

Samkvæmt samantekt Þjóðskrár Íslands, sem gerð var að beiðni Morgunblaðsins, er það hlutfallslega mesta hækkun nafnverðs í sex völdum póstnúmerum í borginni.

Meðalkaupverð 100 fermetra íbúðar í fjölbýli í 101 Reykjavík á fjórða ársfjórðungi 2015 var um 414 þúsund kr. á fermetra. Meðalkaupverð á íbúðum í fjölbýli í Vesturbænum, 107 Reykjavík, var rúmlega 396 þúsund á fermetra á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Hefur meðalkaupverð fasteigna í fjölbýli þar hækkað um 33,5% síðan á fyrsta ársfj. 2013. Er það mesta hækkun nafnverðs í póstnúmerunum sex frá 2013, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert