Ellefu vilja á Reynivelli

Reynivallakirkja.
Reynivallakirkja. Ljósmynd/Þjóðkirkjan

Ellefu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Reynivallaprestakalli Kjalarnessprófastsdæmi. Embættið veitist frá 1. mars nk.

Umsækjendurnir eru; mag. theol. Anna Þóra Paulsdóttir, séra Arna Grétarsdóttir, dr. theol. Grétar Halldór Gunnarsson, dr. theol. Haukur Ingi Jónasson, cand. theol. Kristinn Snævar Jónsson, séra Kristín Pálsdóttir, mag. theol. María Rut Baldursdóttir, séra Stefán Már Gunnlaugsson, séra Úrsúla Árnadóttir, mag. theol. Viðar Stefánsson og séra Þórhallur Heimisson.

Frestur til að sækja um embættið rann út 9. febrúar sl. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert