Vilja eiginnöfn á landsliðstreyjur

Í síðustu viku var tilkynnt að eftirnöfn leikmanna yrðu aftan …
Í síðustu viku var tilkynnt að eftirnöfn leikmanna yrðu aftan á treyjum landsliðsins í úrslitakeppninni. mbl.is/Golli

Á þriðja hundruð manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnar KSÍ um að hafa eiginnöfn íslenska landsliðsins á treyjum þeirra í úrslitakeppni EM í Frakklandi í sumar.

Í síðustu viku var tilkynnt að eftirnöfn leikmanna yrðu aftan á treyjum landsliðsins í úrslitakeppninni.

Í tilkynningu frá aðstandendum undirskrifasöfnunarinnar segir að viðbrögðin við þessu hafi verið misjöfn. Mörgum hafi fundist gengið framhjá íslenskum nafnasiðum og venjum með því að hafa ekki eiginnöfn leikmanna á treyjunum. Var undirskrifasöfnuninni því hleypt af stað fyrir helgi.

Á heimasíðu söfnunarinnar kemur fram að ýmis rök standi til þess að notast við fornöfn leikmanna. Það styrki m.a. samstöðuna, bæði með liðsmönnum og þjóðinni allri, það sé hagkvæmara og komi betur út í sjónvarpi auk þess sem auðveldara yrði að þekkja leikmenn liðsins í sundur.

Þá er vísað til þess hvernig leikmenn frá Suð- og Mið-Ameríku, svo sem Ronaldo, Pelé, Kaká og Chicharito, notast ekki við eftirnöfn aftan á treyjunum sínum.

„Undirrituð vonast til að stjórn KSÍ hafi ofangreind rök í huga og endurskoði þá ákvörðun að prenta eftirnöfn liðsmanna á keppnistreyjur landsliðsins þegar það tekur þátt á Evrópumótinu í Frakklandi, fyrir augum heimsbyggðarinnar,“ segir á heimasíðunni.

Hér má skrifa undir áskorunina.

Auðveldara væri að þekkja leikmenn í sundur með eiginnöfnum segir …
Auðveldara væri að þekkja leikmenn í sundur með eiginnöfnum segir á heimasíðu söfnunarinnar. Af heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka