Tveir fangar á flótta

Sogn er um margt ólíkt hefðbundnum fangelsum.
Sogn er um margt ólíkt hefðbundnum fangelsum. mbl.is/Rax

Tveir ungir fangar flúðu úr fangelsinu Sogni í gærkvöldi en að sögn Páls Winkels, fangelsismálastjóra eru þeir ekki álitnir hættulegir. Þeirra er nú leitað af lögreglu en Páll hvetur þá til þess að gefa sig fram.

Um er að ræða unga menn sem ekki eru dæmdir ofbeldismenn en annar þeirra flúði einnig úr fangelsinu á Kvíabryggju í fyrra.

Fangelsið er skilgreint sem opið fangelsi en það felur í sér að engar girðingar eða múrar afmarka fangelsið og því þurfa fangar sem vistast þar að hegða sér á ábyrgan hátt og bera virðingu fyrir þeim reglum sem þar gilda. 

Páll segir að reynt sé að loka ungt fólk við eins lítið takmarkandi aðstæður og hægt er og það breytist ekkert vegna flótta þeirra tveggja en annar þeirra er 21 árs og hinn er 19 ára gamall.

Að sögn Páls fer af stað ákveðið ferli þegar fangar flýja og ef um hættulega fanga er að ræða þá er lýst eftir þeim í fjölmiðlum með mynd og upplýsingum. Það var ákveðið að gera það ekki að þessu sinni vegna þess að þeir eru ekki álitnir hættulegir.

Frétt um fyrri flótta annars þeirra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert