Tveir fangar á flótta

Sogn er um margt ólíkt hefðbundnum fangelsum.
Sogn er um margt ólíkt hefðbundnum fangelsum. mbl.is/Rax

Tveir ung­ir fang­ar flúðu úr fang­els­inu Sogni í gær­kvöldi en að sögn Páls Win­kels, fang­els­is­mála­stjóra eru þeir ekki álitn­ir hættu­leg­ir. Þeirra er nú leitað af lög­reglu en Páll hvet­ur þá til þess að gefa sig fram.

Um er að ræða unga menn sem ekki eru dæmd­ir of­beld­is­menn en ann­ar þeirra flúði einnig úr fang­els­inu á Kvía­bryggju í fyrra.

Fang­elsið er skil­greint sem opið fang­elsi en það fel­ur í sér að eng­ar girðing­ar eða múr­ar af­marka fang­elsið og því þurfa fang­ar sem vist­ast þar að hegða sér á ábyrg­an hátt og bera virðingu fyr­ir þeim regl­um sem þar gilda. 

Páll seg­ir að reynt sé að loka ungt fólk við eins lítið tak­mark­andi aðstæður og hægt er og það breyt­ist ekk­ert vegna flótta þeirra tveggja en ann­ar þeirra er 21 árs og hinn er 19 ára gam­all.

Að sögn Páls fer af stað ákveðið ferli þegar fang­ar flýja og ef um hættu­lega fanga er að ræða þá er lýst eft­ir þeim í fjöl­miðlum með mynd og upp­lýs­ing­um. Það var ákveðið að gera það ekki að þessu sinni vegna þess að þeir eru ekki álitn­ir hættu­leg­ir.

Frétt um fyrri flótta ann­ars þeirra

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert