Mótmæli á Bollagötu í nótt

Christians Boadi starfaði á veitingastaðnum Lækjarbrekku. Hann verður fluttur úr …
Christians Boadi starfaði á veitingastaðnum Lækjarbrekku. Hann verður fluttur úr landi í nótt.

Samstarfsfólk hælisleitandans Christians Boadi á veitingastaðnum Lækjarbrekku ætla að mótmæla við heimili hans að Bollagötu 4 í Reykjavík í nótt. Til stendur að flytja Boadi úr landi í nótt ásamt tveimur öðrum hælisleitendum. 

mbl.is ræddi við Ragnar Aðalsteinsson, lögmann mannsins.

Þetta kemur fram á Facebook. Þar segir að samstarfsfólk hans standi með honum og biðji um stuðnings sem flestra. „Við erum öll hneyksluð á virðingarleysi Útlendingastofnunar við meðferð þessa máls og þeirri lítilsvirðingu sem yfirvöld sýna í hans garð með þessum aðgerðum,“ segir á síðunni. 

Starfsfólkið ætlar að mæta kl. 4 í nótt og sýna í verki að því sé ekki sama um Boadi.  



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka