„Áfall fyrir flokkinn“

Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður.
Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður.

Ólína Þor­varðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir það vera áfall fyr­ir flokk­inn að Katrín Júlí­us­dótt­ir ætli að hætta á Alþingi eft­ir næstu kosn­ing­ar.

Hún seg­ir Katrínu vera mjög fram­bæri­leg­an og hæfi­leika­rík­an stjórn­mála­mann sem sé glæsi­leg­ur full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

„Hins veg­ar skil ég hana per­sónu­lega. Hún er ung kona með mjög mikla reynslu og hæfi­leika. Hún á góða framtíð og ýmsa mögu­leika. Ég skil að hún vilji á miðjum aldri skapa sér nýtt líf. Hún er búin að þjóna þjóð sinni mjög vel á þing­inu en það verður mik­il eft­ir­sjá af henni úr ís­lensk­um stjórn­mál­um og ég er mjög sleg­in yfir þessu,“ seg­ir Ólína.

Frétt mbl.is: Katrín hætt­ir á Alþingi

Kom sterk­lega til greina sem næsti formaður

Aðspurð hvort hún hafi séð Katrínu fyr­ir sér sem næsta formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir hún: „Hún hefði komið mjög sterk­lega til greina sem for­ystu­efni í Sam­fylk­ing­unni og ég held að marg­ir hafa séð hana fyr­ir sér þannig. En ég virði henn­ar niður­stöðu. Það er til líf fyr­ir utan stjórn­mál. Hún er móðir ungra barna og á svo marga aðra mögu­leika. En mér finnst mik­il eft­ir­sjá að henni.“

Frétt mbl.is: „Ég sakna henn­ar nán­ast nú þegar“ 

Frétt mbl.is: „Sam­fylk­ing­in lif­ir ekki til hausts­ins“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert