Katrín hættir á Alþingi

Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar.
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

Katrín Júlí­us­dótt­ir, vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ætl­ar að hætta á Alþingi eft­ir næstu þing­kosn­ing­ar.

Katrín sendi bréf til flokks­fé­laga sinna þar sem hún greindi frá því að hún mun ekki gefa kost á sér til for­yst­u­starfa fyr­ir flokk­inn á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem verður hald­inn í sum­ar. Þar sagði hún ákvörðun sína per­sónu­lega og núna sé rétti tím­inn til að snúa sér að öðrum hlut­um.

Katrín hef­ur setið á Alþingi í 13 ár og hef­ur sinnt störf­um fyr­ir jafnaðar­menn í meira en tvo ára­tugi.

Hér er bréfið sem Katrín sendi flokks­fé­lög­um sín­um:

Kæru fé­lag­ar,

spenn­andi og krefj­andi tím­ar eru framund­an hjá okk­ur sósí­al­demó­kröt­um á Íslandi. Stærsta verk­efnið er að mynda sam­henta sveit sem trygg­ir sterka rödd jöfnuðar, rétt­læt­is, gagn­sæ­is og frels­is í póli­tískri umræðu og aðgerðum.

Í yfir 20 ár hef­ur hreyf­ing jafnaðarmanna treyst mér fyr­ir ólík­um verk­efn­um, þar af hafið þið falið mér það mik­il­væga verk­efni að sitja á Alþingi Íslend­inga sl. 13 ár. Þar hef ég á hverj­um degi lagt mig fram um að gera mitt allra besta í mörg­um ólík­um hlut­verk­um; í störf­um nefnda, í for­ystu iðnaðar­nefnd­ar, í for­ystu EFTA/​EES þing­manna­nefnd­ar­inn­ar ásamt því að gegna embætti iðnaðarráðherra og fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.

Um leið og ég þakka ykk­ur fyr­ir þetta traust sem þið hafið sýnt mér, finnst mér mik­il­vægt að deila með ykk­ur ákvörðun sem ég hef tekið.

Mörg ykk­ar hafið skorað á mig und­an­farið að sækj­ast eft­ir frek­ara for­ystu­hlut­verki í okk­ar hreyf­ingu nú á þessu vori og fyr­ir það traust og þá vináttu sem þið sýnið mér er ég afar þakk­lát. Ég hef hins­veg­ar tekið þá ákvörðun að sækj­ast ekki eft­ir end­ur­kjöri í næstu alþing­is­kosn­ing­um og þar af leiðandi mun ég ekki bjóða fram krafta mína til frek­ari for­yst­u­starfa fyr­ir Sam­fylk­ing­una. Ákvörðun mín um að þetta verði mitt síðasta kjör­tíma­bil sem ykk­ar full­trúi á þingi er per­sónu­leg, ég finn að nú er rétti tím­inn til að snúa mér að öðru. Á sama tíma og ég mun sakna sam­starfs­ins við ykk­ur þá er ég líka spennt fyr­ir framtíðar­æv­in­týr­um. Ég er lán­söm. Á fal­lega fjöl­skyldu, elska lífið og ætla að halda áfram að grípa ný og spenn­andi tæki­færi með báðum hönd­um.

Ný flott kyn­slóð stjórn­mála­manna á öll­um aldri bank­ar nú á dyrn­ar. Þeim eig­um við að fagna og treysta til að bera kyndil hug­sjóna okk­ar inn í nýja tíma. Vil ég jafn­framt nota þetta tæki­færi til að hvetja ungt fólk til að láta til sín taka í stjórn­mál­um og móta þannig framtíðina við hlið reynslu­bolt­anna.

Þetta er ekki kveðju­bréf - það kem­ur þegar ég læt af störf­um:)

Lát­um kom­andi miss­eri ein­kenn­ast af gerj­un og kraum­andi umræðu um hug­mynd­ir og framtíðarlausn­ir á verk­efn­un­um sem við blasa.

Hlakka til að taka þátt í því með ykk­ur!

Ykk­ar,

Katrín

Frétt mbl.is: „Áfall fyr­ir flokk­inn“

Frétt mbl.is: „Ég sakna henn­ar nán­ast nú þegar“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka