Vilja 902 milljónir frá Kaupþingsmönnum

Bolli Héðinsson, formaður stjórnar Samtaka sparifjáreigenda
Bolli Héðinsson, formaður stjórnar Samtaka sparifjáreigenda

Samtök sparifjáreigenda hafa stefnt forsvarsmönnum Kaupþings vegna markaðsmisnotkunar og að hafa þannig valdið hluthöfum bankans fjártjóni með blekkingum. Um prófmál er að ræða þar sem skorið verður úr því hvort almennir hluthafar sem áttu hlutabréf í Kaupþingi geti sótt skaðabætur á hendur Kaupþingsmönnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. 

Það er Bolli Héðinsson, formaður stjórnar Samtaka sparifjáreigenda, sem stefnir fyrir hönd samtakanna og hefur stefnan verið birt Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra Kaupþings samstæðunnar, Ingólfi Helgasyni, forstjóra Kaupþings á Íslandi, Magnúsi Guðmundssyni, forstjóra dótturfélags Kaupþings í Lúxemborg, Ólafi Ólafssyni, eins stærsta eiganda Kaupþings og Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings. Var flestum þeirra birt stefnan á Kvíabryggju, þar sem þeir afplána nú dóma, m.a. vegna dóms um markaðsmisnotkun.

Vísa samtökin í dóm héraðsdóms þar sem taldi sannað að Kaupþing hafi stundað markaðsmisnotkun að undirlagi Hreiðars Más, Ingólfs og Sigurðar, með kaupum á eigin bréfum til að halda verði bréfa í bankanum uppi. Þótti sannað að viðskiptin hafi verið umfangsmikil og verið „stórfelld markaðsmisnotkun.“ Er þar væntanlega verið að vísa til markaðsmisnotkunarmáls Kaupþings og Al-thani málsins.

Stefnan nú byggir á því að forsvarsmenn Kaupþings séu skaðabótaskyldir vegna þeirrar markaðsmisnotkunar sem þeir hafa sannarlega verið dæmdir fyrir, segir í yfirlýsingunni og að þeir hafi vanrækt trúnaðar- og eftirlitsskyldu sína með saknæmum og ólögmætum hætti. 

Krefjast samtökin því að Kaupþing fimmmenningunum 902,5 milljónir króna. Það er Hróbjartur Jónatansson, hrl, sem sækir málið fyrir Samtök sparifjáreigenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert