Helgi Hjörvar gefur kost á sér

Helgi Hjörvar og eiginkona hans Þórhildur Elínardóttir.
Helgi Hjörvar og eiginkona hans Þórhildur Elínardóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Við þurfum að gera breytingar í Samfylkingunni. Ég hef ákveðið að nota þetta tækifæri og gefa kost á mér í formannsframboð,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar í viðtali við Fréttablaðið í dag.

Á dögunum var samþykkt að flýta landsfundi flokksins og verður kosið um nýjan formann. „Og ég hvet alla sem telja sig hafa erindi að gera slíkt hið sama, segir í Helgi í viðtalinu við Fréttablaðið en hann vill gera breytingar á Samfylkingunni:

Hvaða breytingar?

„Við höfum verið að segja að allt sé ómögulegt og verði ómögulegt á meðan við höfum íslensku krónuna. Það verði allir bara að bíða eftir evrunni. En hún er ekkert að koma í náinni framtíð. Það var hægt að hafa þessa skoðun þegar við áttum möguleika á hraðri inngöngu í ESB, strax eftir hrun. Núna verður jafnaðarmannaflokkur sem ætlar að hafa pólitík fyrir ungt fólk, fólk með meðaltekjur og lægri tekjur, að reyna að skapa bærileg vaxtakjör og bærilegan fjármálamarkað. Það sker mest í augun þegar við berum saman lífskjör hér og í nágrannalöndum. Við verðum að segja fákeppninni á bankamarkaði, spillingu, stríð á hendur. Kalla eftir róttækum skipulagsbreytingum, eins og að skilja á milli fjárfestinga- og viðskiptabanka. Við þurfum að draga úr kostnaði við bankana, setja skorður við hvað má innheimta af fólki í þjónustugjöld. Taka upp verðtryggingarmálin og ég gæti haldið áfram. Taka afstöðu með fólkinu gegn fjármálafyrirtækjunum,“ segir Helgi í viðtali við Fréttablaðið er viðtalið má lesa í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert