Prinsipp að fá upplýsingarnar

Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs.
Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Bara prinsipps­ins vegna vilj­um við vita af hverju og rök Úrsk­urðar­nefnda upp­lýs­inga­mála eru ein­mitt þau að okk­ur sé nauðsyn­legt að sjá önn­ur gögn og sam­an­b­urðinn til að hægt sé að átta sig á rök­semd­um Isa­via fyr­ir ákvörðun­inni,“ seg­ir Aðal­heiður Héðins­dótt­ir, for­stjóri Kaffitárs.

Í viðtali sem birt­ist í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina er rætt við Aðal­heiði um mál sem hef­ur tekið eitt og hálft ár en í lok árs 2014 var ljóst að Kaffitár fékk ekki áfram­hald­andi rekstr­ar­leyfi í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar eft­ir að hafa verið þar í 10 ár en það mál hef­ur haft tals­verða eft­ir­mála. 

Eft­ir að niðurstaða lá fyr­ir þar sem alþjóðlega kaffi­húsið Sega­fredo var opnað í staðinn bað Aðal­heiður um að fá sjá gögn og upp­lýs­ing­ar frá þeim sem tóku þátt í svo­kallaðri for­vals­leið. Þess­ar upp­lýs­ing­ar hef­ur Isa­via neitað að af­henda þrátt fyr­ir að Úrsk­urðar­nefnd upp­lýs­inga­mála hafi tvisvar kom­ist að þeirri niður­stöðu að Isa­via beri að af­henda Kaffitári gögn­in. Rök nefnd­ar­inn­ar eru þau að Kaffitár hafi ekki fengið rök­stuðning fyr­ir ein­kunna­gjöf­inni sem réð því hvort þau fengju versl­un­ar­pláss. Til þess að geta áttað sig á rök­semd­un­um hafi fyr­ir­tæk­inu verið nauðsyn­legt að sjá sam­an­b­urðinn.

Þar sem við fáum eng­in svör við spurn­ingu sem ég hef spurt í eitt og hálft ár hef­ur maður ástæðu til að ætla að það sé ekki allt með felldu. Við höfðum rekið tvö kaffi­hús í Leifs­stöð í 10 ár og þekkt­um alla innviði, fer­metra­verð, viðhalds- og starfs­manna­kostnað og slíkt. Samt feng­um við bara þrjá í ein­kunn fyr­ir fjár­fest­ingu og viðhald. Það sem ég segi er að gott og vel – kannski töpuðum við í sam­keppn­inni og þá er það bara þannig.“

<span>Í viðtal­inu ræðir Aðal­heiður líf og störf en í hinum stóra alþjóðlega kaffi­heimi eru karl­ar alls­ráðandi og þær ráðstefn­ur sem Aðal­heiður sæk­ir ytra eru til dæm­is nær al­setn­ar körl­um. </​span>

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert