Staðfesta aðgerðir á Suðurlandi

Vík í Mýrdal
Vík í Mýrdal mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Suðurlandi staðfestir að farið hafi verið í aðgerðir í gær vegna gruns um vinnumansal á Suðurlandi. Vísir greindi frá því seint í gærkvöldi að karlmaður sé í haldi lögreglu vegna gruns um mansal í Vík í Mýrdal.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar mbl.is hafði samband við hann í morgun.

Samkvæmt frétt Vísis leituðu lögreglumenn þolenda mansals sem þeir höfðu fengið ábendingu um að væru nýttir sem þrælar til vinnu. Tvær konur fundust og hafa stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu 365.

Handtekinn vegna mansals í Vík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert