Geysir gaus af sjálfsdáðum

00:00
00:00

Hver­inn Geys­ir gaus af sjálfs­dáðum um þrjú­leytið í gær­dag. Hall­dóra Eldon, starfsmaður á Hót­el Geysi, var við störf þegar hún tók eft­ir því að mikla gufu lagði frá hvern­um. „Þetta var bara til­vilj­un að ég fór að horfa út og sá reyk­inn. Því ákvað ég labba út og sá þá að hann var far­inn að gjósa.“

Hún seg­ir þetta sjald­séða sjón en starfs­menn hót­els­ins hafi þó tvisvar sinn­um í sum­ar fengið fregn­ir af því að hver­inn hafi gosið snemma morg­uns. „Ég er búin að vinna hérna í tvö ár og þetta er í fyrsta skipti sem ég sé hann,“ seg­ir Hall­dóra að lok­um. 

Hverinn Geysir gaus í gær af sjálfsdáðum.
Hver­inn Geys­ir gaus í gær af sjálfs­dáðum. Ljós­mynd/​Hall­dóra Eldon
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka