Lögregla aftur kölluð út í Móabarð

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Fjölmennt lið lögreglu var kallað út í Móabarð í Hafnarfirði í gær. Þetta staðfestir Árni Þór Sigmundsson, yf­ir­maður kyn­ferðis­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, í samtali við mbl.is.

Talið er að þar hafi verið á ferð sami maður og talinn er hafa brotið kynferðislega á konu í húsi hennar. „Við vitum það ekki en teljum það hins vegar afar líklegt,“ segir Árni Þór.

Uppfært 12:19: Að sögn lögreglu réðst maðurinn aftur gegn konunni í gær, þeirri sömu og hann réðist gegn á mánudag. Í báðum tilvikum voru árásir mannsins mjög alvarlegar að sögn Árna. Þá voru þær í bæði skiptin af kynferðislegum toga.

Leitar upplýsinga um mannaferðir í gærkvöldi

Í nýrri tilkynningu frá lögreglu segir að hún leiti nú upplýsinga um mannaferðir í Móabarði um áttaleytið í gærkvöldi.

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði sl. mánudagsmorgun, 15. febrúar, um kl. 8 vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. Maðurinn, sem er um 180 sm á hæð og fölleitur, var dökklæddur og með svarta húfu og svarta hanska. Hann er talinn vera á aldrinum 35 – 45 ára.

Lögreglan leitar enn fremur upplýsinga um mannaferðir á sama stað í gærkvöld, sunnudaginn 21. febrúar, um kl. 20. Rannsókn lögreglu snýr að tveimur alvarlegum tilvikum sem beinast gegn sama einstaklingi, en síðara tilvikið átti sér stað í gærkvöld á áðurnefndum tíma.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um manninn og ferðir hans eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.“

Villti á sér heimildir

Nokk­ur fjöldi ábend­inga hafði borist lög­reglu á föstudag um ferðir manns­ins, sem grunaður er um kyn­ferðis­brot gegn konu í Móa­barði á mánu­dags­morg­un. Í sam­tali við mbl.is sagði Árni að ábend­ing­arn­ar hefðu þá enn ekki leitt til hand­töku manns­ins.

Maður­inn villti á sér heim­ild­ir en hann sagðist vera á veg­um veitu­fyr­ir­tæk­is og að hann þyrfti að lesa af mæl­um. Þannig er talið að hann hafi komist inn til kon­unn­ar og brotið á henni.

Frétt mbl.is: Teng­ist kyn­ferðis­broti í Hafnar­f­irði

Árni seg­ir að haft hafi verið sam­band við veitu­fyr­ir­tæki sem þjón­usta Hafn­ar­fjörð. „Það er búið að kanna þann mögu­leika en ekk­ert nýtt hef­ur komið í ljós. Nú verður haldið áfram að vinna úr vís­bend­ing­um auk þess sem við leit­um hugs­an­legra gagna.“

Ekki er vitað til þess að maður­inn hafi haft til að bera ein­kenni veitu­fyr­ir­tæk­is eða fram­vísað skil­ríkj­um í þá veru.

Var föl­leit­ur og dökkklædd­ur

Lög­regla lýsti eft­ir upp­lýs­ing­um um ferðir manns­ins á miðviku­dag. Þar seg­ir að hann sé um 180 sm á hæð og föl­leit­ur og hafi verið dökkklædd­ur, með svarta húfu og svarta hanska. Er maður­inn tal­inn vera á aldr­in­um 35 – 45 ára.

Þeir sem geta veitt upp­lýs­ing­ar um mann­inn og ferðir hans eru vin­sam­leg­ast beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu á skrif­stofu­tíma í síma 444 1000, en upp­lýs­ing­um má einnig koma á fram­færi á net­fangið abend­ing@lrh.is eða í einka­skila­boðum á fés­bók­arsíðu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert