Bíða enn eftir öðru máli tengdu systrunum

Lögreglan handtók systurnar í Vallarhverfinu í Hafnarfirði í lok maí …
Lögreglan handtók systurnar í Vallarhverfinu í Hafnarfirði í lok maí á síðasta ári. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Embætti héraðssaksóknara er enn með mál er snýr að fjárkúgunarbréfi sem sent var til forsætisráðherra til afgreiðslu. Hins vegar er annað mál tengt sakborningunum enn til rannsóknar hjá lögreglu og er ekki komið inn á borð saksóknara.

„Verið að bíða þess að rannsókn á öðru máli sakborninga ljúki.“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, í samtali við mbl.is.

Sjá frétt mbl.is: Fjárkúgunin enn til meðferðar

Syst­urn­ar Hlín Ein­ars­dótt­ir og Malín Brand voru hand­tekn­ar í lok maí á síðasta ári grunaðar um að hafa sent bréf í pósti til for­sæt­is­ráðherra og kraf­ist þess að hann greiddi þeim til­tekna fjár­hæð. Fjár­mun­ina átti að skilja eft­ir á ákveðnum stað sunn­an Valla­hverf­is­ins í Hafnar­f­irði. Þar hand­tók lög­regla kon­urn­ar.

Nokkr­um dög­um síðar voru syst­urn­ar kærðar fyr­ir aðra fjár­kúg­un. Karl­maður kærði þær fyr­ir að hafa haft af sér 700 þúsund krón­ur. Syst­urn­ar sögðu þá pen­inga vera miska­bæt­ur vegna nauðgun­ar en maður­inn á að hafa nauðgað Hlín. Eft­ir að maður­inn kærði fjár­kúg­un­ina kærði Hlín hann fyr­ir nauðgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert