Vænta dóms áður en vinnustöðvunin skellur á í kvöld

Engu áli verður skipað um borð í skip í Straumsvík.
Engu áli verður skipað um borð í skip í Straumsvík.

Útskipun á áli frá álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík stöðvast að óbreyttu frá og með miðnætti í kvöld.

Þá á að hefjast boðuð vinnustöðvun tólf félagsmanna verkalýðsfélagsins Hlífar sem tilheyra flutningasveit álversins og starfa á hafnar- og vinnusvæði fyrirtækisins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Rio Tinto Alcan hefur kært vinnustöðvunina til Félagsdóms og farið fram á að hún verði dæmd ólögmæt. Flytja Samtök atvinnulífsins málið í Félagsdómi fyrir hönd álfyrirtækisins. Málflutningur fyrir Félagsdómi fer fram í dag og vonast deilendur til þess að niðurstaða dómsins um lögmæti aðgerðanna liggi fyrir áður en þær eiga að hefjast á miðnætti í kvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert