Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, telur að niðurstaða Hæstaréttar Íslands um að lög um endurupptökunefnd standist að einhverju leyti ekki stjórnarskrá, breyti engu um framtíðina hjá nefndinni.
„Framvegis þá gætir endurupptökunefnd sín á því að fella ekki úr gildi þá dóma sem um er fjallað, heldur eingöngu fallast á endurupptöku ef það á við. Hún þarf að geta þess að dómurinn sem fjallað er um standi óbreyttur þangað til nýr dómur gengur,“ segir Ragnar.
„Ef það eru einhver mál sem hafa fengið samskonar meðferð og þessi, sem ég hef grun um að séu eitt eða tvö mál, þá skapast meiri vandi. En með framtíðarmál eins og þau sem eru í úrvinnslu, Guðmundar- og Geirfinnsmálið og önnur, þá skiptir þetta ekki neinu máli að mínu viti,“ bætir hann við.
Ragnar er lögmaður Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar en settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu komst það þeirri niðurstöðu síðasta sumar að rök væru fyrir hendi í endurupptöku á máli þeirra sem voru dæmdir á sínum tíma.