Eins og þau séu í frystikistu

Flóttafólk frá Sýrlandi við komuna til Íslands í Leifsstöð.
Flóttafólk frá Sýrlandi við komuna til Íslands í Leifsstöð. mbl.is/Eggert

„Það er mjög skrýtið, að synda í heitu vatni þegar það snjóar,“ segir Khattab Al Mohammad, einn hælisleitendanna sem komu hingað fyrr á árinu og dvelja á Akureyri í samtali við Telegraph. Hann er hér á landi ásamt eiginkonu sinni, börnum og móður sinni.

Fjölskyldan hefur tvisvar farið í sund og segir hann blaðamanni að margir landsmenn fari í sund næstum á hverjum degi. „Við þurfum að vera hluti af samfélaginu, svo við æfum það.“

Khattab segir að veðrið hafi komið mest á óvart. Í Sýrlandi snjói í einn eða tvo daga yfir árið. Á Akureyri hafi aftur á móti verið snjór í mánuð og fjölskyldunni líði eins og hún sé í frystikistu.

Hann segir börnin vera með heimþrá og sakni ættingja sem enn eru í Sýrlandi og vina sem þau eignuðust í Líbanon. Þau eru aftur á móti farin að læra á gítar og fiðlu og hafa spilað fótbolta við börnin í bænum.

Frétt mbl.is: Fyrir stríðið höfðum við áætlanir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert